Leiðbeiningar fyrir Zoom

🔹 1. Hvað er Zoom?

Zoom er forrit sem gerir þér kleift að taka þátt í fjarfundum í gegnum netið með hljóði og mynd.


🔹 2. Hvernig set ég Zoom upp á tölvuna mína?

Á Windows eða Mac tölvu:

  1. Opnaðu vafrann þinn (t.d. Chrome, Edge eða Safari).
  2. Farðu á: https://zoom.us/download
  3. Undir “Zoom Workplace for Windows”, ýttu á “Download”.
  4. Þegar forritið hefur hlaðist niður, opnaðu skrána og fylgdu leiðbeiningum til að setja það upp.
  5. Zoom ætti nú að vera komið á tölvuna þína og tilbúið til notkunar.

🔹 3. Hvernig tek ég þátt í fundi (join-a)?

Ef þú ert með fundarlink:

  1. Finndu fundarhlekkinn (Join Link) eða fundarnúmerið (Zoom ID) hér á síðunni.
  2. Zoom opnast sjálfkrafa – ef ekki, veldu „Open Zoom Meetings“ þegar þú ert spurð(ur).
  3. Sláðu inn fornafnið þitt ef beðið er um það, og smelltu á „Join“.
  4. Þegar beðið er um aðgangsorð, þá slærðu inn aðgansorð fundarins, margir fundir nota 1212 sem aðgangsorð.

Ef þú ert með fundarnúmer:

  1. Opnaðu Zoom forritið.
  2. Smelltu á „Join a Meeting“.
  3. Sláðu inn fundarnúmerið (Meeting ID) fyrir þann fund sem þú vilt tengjast.
  4. Sláðu inn nafnið þitt og smelltu á „Join“.
  5. Sláðu inn aðgangsorð ef beðið er um það, venjulega er aðgangsorðið 1212.

🔹 4. Hvernig kveiki ég eða slekk á hljóði og mynd?

– Þegar þú ert komin(n) inn á fundinn, sérðu tvo takka neðsta, til vinstri:

  • 🎙️ Smelltu á “Audio til að kveikja/slökkva á hljóðnema
  • 🎥 Smelltu á “video” til að kveikja/slökkva á myndavél

Smelltu á hvorn takkann eftir þörfum.


🔹 5. Hvernig rétti ég upp hönd?

  1. Neðst á skjánum, smelltu á „React“ tákn með mynd af hjarta.
  2. Veldu ✋ Raise Hand (Rétta upp hönd).
  3. Til að taka niður höndina aftur, smelltu á „Lower Hand“ sem birtist á sama stað og raise hand var.

🔹 6. Hvernig breyti ég nafninu mínu á fundi?

  • smelltu á „Participants“ neðst og finndu sjálfan þig).

Veldu „Rename“.
Sláðu inn nýtt nafn og smelltu á „OK“

Þetta er gagnlegt ef þú þarft að breyta nafninu þínu eftir að þú ert komin(n) inn á fundinn.


🔹 7. Hvernig spjalla ég (chat)?

  1. Smelltu á „Chat“ neðst á skjánum.
  2. Gluggi opnast þar sem þú getur skrifað skilaboð.
  3. Þar getur þú sent skilaboð til ritara og co-host fundarins.

🔹 8. Hvernig yfirgef ég fundinn?

  1. Neðst í hægra horninu í Zoom glugganum, smelltu á „Leave“.
  2. Þú færð upp glugga þar sem þú ert spurð(ur) hvort þú viljir yfirgefa fundinn. Smelltu á „Leave“.

🔹 9. Nokkur góð ráð

✅Finndu rólegan stað: Til að lágmarka truflun er gott að finna rólegan stað þar sem þú getur verið ótrufluð/truflaður á meðan á fundinum stendur.
✅ Komdu tímanlega – Flestir fundir eru opnaðir 30 mínútum fyrir settan fundartíma, þar skapast oft góðar umræður bæði fyrir og eftir fund.
✅ Prófaðu mynd og hljóð áður en fundurinn byrjar.
✅ Eftir að fundur hefst slekkur ritari fundarins á hljóðnemanum hjá fundargestum til að lágmarka truflun, þú þarft því að kveikja sjálf(ur) á hljóðnemanum þegar þú færð orðið.
✅ Notaðu heyrnartól ef mögulegt er – það bætir hljóðgæði mikið.
✅ Vertu með góðan bakgrunn og lýsingu ef þú ert með kveikt á myndavélinni.